|
Já, nú er sko langt síðan maður hefur tjáð sig! Og fyrir því liggja tvær ástæður. Í fyrsta lagi hef ég verið hjá pabba þar sem er ekki adsl og það er vesen að tengja og ég nenni því ekki, þar að auki er tölvan hans pabba svo hægvirk að það tók hálftíma að komast inn á eina síðu sem reyndar er frekar þung. Í öðru lagi þá hefur verið brjálað að gera. Frumsýning á laugardaginn var á Lísu , sundferð og partý á eftir. Ég var komin heim um sjöleytið morguninn eftir. Sýningin á sunnudeginum var hálfgerð þynnkusýning en nú er hún búin og allar sýningarnar verða frábærar!! Ég slasaði mig á síðustu sýningu! Ég skallaði hjartakónginn í upphafssenunni! Eitthvað gekk nú á! Þið verðið að tjekka á þessu! Miðinn kostar 1000 kall fyrir ykkur plebbana sem ekki eruð í MH eða NFMH.
skrifað af Runa Vala
kl: 08:28
|
|
|